Það sem við gerum í vefsíðugerð


55 Design telur sig vera með fullkomið jafnvægi af grafískri hönnun, forritun og markaðshæfileikum sem þýðir að við erum fær um að búa til heimasíður sem skila góðum árangri það skiptir sköpum fyrir okkar viðskiptavini. Okkar hæfileikar munu ekki einungis láta vefsíðuna þína líta vel út heldur líka laða að réttan markhóp fyrir þig og beina viðskiptavinum þínum nákvæmlega þangað sem þú vilt fá þá. Með okkar sérþekkingu getum við búið til vefsíðu fyrir þig til þess að ná framar öðrum og ná til þess markhóps sem þú vilt ná til.

Ef þú ert þegar með heimasíðu en er ánægður með heildarútlitið á henni en hún er ekki að skila tilætluðum árangri getum við einnig aðstoðað með að uppfæra eldri síður. Örlítil andlitslyfting og leitarvélabestun getur gert gæfumuninn þegar kemur að markaðssetningu á internetinu enda til að vera skrefinu lengra en keppinautar þínir.


Allar skjástærðir

Ávalt skal hafa í huga að fólk notar allar skjástærðir í heiminum. Sem betur fer kunnum við að matca allar þær stærðir, hvort sem það er sjónvarp eða lítill eldgamall nokia sími.

Útlit

Við erum með 'top of the class' hönnuði sem leggja sig allan fram að koma útliti þinnar vefsíðu framar en keppinautar þínir, já þeir skoða markaðinn og gera vefsíðuna einstaka.

Góð Samskipti

Samskipti og samvinna er besta leiðin til að ná lengra en aðrir. Við erum ætíð í stöðugu samskiptum við kúnnana til að keep them up to date og oft breytast verkefnin aðeins þegar líður á veginn. Góð samskipti, já takk!

Markaðshópur

Það er ekki bara nóg að vefsíðan líti vel út fyrir hinn almenna notenda, heldur þarf hún að líta vel út fyrir þinn sérstaka markhóp. Þessvegna rannsökum við ávalt markhópinn þinn og komum með uppástungur um útlit út frá þeirri rannsókn.

Öryggi

Óprúttnir aðilar eiga meirhlutan af internetinu útum allan heim, það er staðreynd. Við leggjum svita og blóð á lyklaborðið til að fyrirbyggja árásir, sniffa email samskipti og þess háttar. Hér ertu í öruggum höndum.

Stuðningur

Þótt að verkefninu sé lokið og við búin að fá loka greiðsluna þýðir ekki að þú getur ekki haft samband. Long term relationsship bætir viðskipti fyrir alla. Ef eitthvað bjátar á í framtíðinni er alltaf hægt að senda okkur línu og við skoðum málið.