Hverjir erum við?


Forritarar, hönnuðir og viðskiptafræðingar eiga og reka fyrirtækið 55 Design. Við sérhæfum okkur í háþróaðri og framsækinni vef- og apphönnun, grafískri hönnun, hýsingu, vefverslunum, markaðsstefnu, leitarvélabestun og öllu sem viðkemur þeim markaði. Við leggjum okkur fram við að forrita og hanna vefsíður af mikilli alúð og nákvæmni og viljum ávallt láta viðskiptavininn verða ánægðan með þjónustu okkar.

55 Design er mjög meðvitað um mikilvægi viðskiptavinarins - við vitum að viðskiptavinurinn verðskuldar háþróaða þjónustu og gagnvirka hönnun með áherslu á að fá fram það besta í viðskiptum við okkur. Við munum hjálpa þér að stækka fyrirtækið þitt á vefnum, láta það blómstra og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta þig ávallt standa skrefi framar samkeppnisaðilunum. Við hjá 55 Design viljum meina að við séum ólík öðrum fyrirtækjum á sama vettvangi. Við munum til dæmis ekki skila af okkur verki nema það sé 100%, á réttum tíma og á viðráðanlegu verði. Stefna okkar er sú að skila ekki af okkur vefsíðum nema þær séu raunverulega gagnvirkar og glæsilegar á að líta – til að fyrirtækið þitt líti út sem best á hörðum samkeppnisvettvangi.

55 Design er skapandi teymi fjölda sérfræðinga sem hafa áralanga reynslu í öllu sem viðkemur hönnun, forritun, viðskiptum: Allt frá Photoshop til HTML og CSS. Markmið okkar er að hjálpa þér að stofna og hanna ímynd fyrirtækisins þíns sem verður einstök og lætur þig skara fram úr!