Við gerum app í spjaldtölvu eða síma


Viltu láta búa til app fyrir þig? Við höfum gaman af því að heyra góðar hugmyndir en það er ennþá skemmtilara að fá að taka þátt í þeim. Að búa til app er eitthvað sem við elskum að gera og það eru svo margir möguleikar sem hægt er að gera þegar kemur að farsímum. Það er ekki langt síðan það var byrjað að forrita forrit í síma, og núna komið úr og sjónvarps öpp. Við höfum gaman að því að takast á við krefjandi verkefni og höfum reynslu í þessum geira hvort sem það er Android, IOS, Windows eða native app forritun.

Þetta byrjar allt með því að kanna alla möguleika af hugmyndinni þinni; leiða þig áfram á hvað er mögulegt, forgangsraða til að mæta markmiðum þínum og hvernig er hægt að gera bestu notkun frá fjármagni þínu. Hvort sem þetta er app fyrir stórfyrirtæki eða einkaaðila. Við höfum tæknina og færnina til að hanna og búa til öflugt, skalanlegt kerfi samhliða fjármagni og tíma sem gefinn er á verkefnið.


Skjástærðir

Símaskjáir eru mis stórir og öflugir. Þessvegna hugum við að því frá byrjun. Við erum með sérstakt prófunar kerfi sem prófar allar gerðir síma í einu og gefur okkur svo skýrslu. Með þessu kerfi er hægt að útiloka að einhver símategund verður útundan og þú missir tilvonandi viðskiptavini.

Leikir

Já við getum sko gert leiki líka. Hvort sem um er að ræða fyrirtækjaleiki (með vinningum) eða grafíska leiki fyrir milljón manns. Þetta er örugglega mest krefjandi vinnan en við elskum krefjandi og tökum svona verkefnum fagnandi. Við erum aldrei game over.

Prófanir

Þetta á ekki bara við síma forrrit heldur öll kerfi sem við erum með, þetta er allt prófað í hið ýtrasta til fyrirbyggja að upp komi villa seinna meir sem hindrar komur og sölur tilvonandi viðskiptavina. Prófanir eru jafn mikilvægar og kerfin sjálf (öpp, vefsíður o.s.fr.).

Gagnagrunns kerfi

Val á tegund gagnagrunnar fer ætíð eftir tegund forrits. Við geymum alla okkar gagnagrunna í öruggu skýi sem er afritaður einu sinni á dag, einu sinni í viku og einu sinni í mánuði. Þín gögn eru í öruggum höndum.

Öryggi

Öllum veitir ekki af smá öryggi. Oft er um viðkvæmar upplýsingar að ræða eins og korta upplýsingar, kennitölur og fleira. Við gerum óprúttnum aðilum ómögulega að lesa þessi gögn meðan þau renna í gegnum appið með því að dulkóða allan kóða. Já, við erum snjallari.

Stuðningur

Þótt verkefninu sé lokið og við búin að fá loka greiðsluna þýðir ekki að þú getur ekki haft samband. Long term relationsship bætir viðskipti fyrir alla. Ef eitthvað bjátar á í framtíðinni er alltaf hægt að senda okkur línu og við skoðum málið.