Grafísk hönnun á vefsíðuna, símann eða fyrir auglýsingu


Hvernig almenningur lítur á þitt fyrirtæki er afar mikilvægt. Hvort sem það er vörumerkið, viðskiptaspjaldið (business card), auglýsingar eða vefsíðan. Hönnunin er andlitið á fyrirtækinu og sér um að kynna fyrirtækið fyrir almenningi. Hönnunin þarf því að segja réttu hlutina! Hver eru skilaboðin og hver er kúnnahópurinn?

Þarna komum við fyrir. Við tölum saman þar til við skiljum fyrirtækið og skiljum hvert þú vilt stefna með fyrirtækið. Við skoðum markhópinn þinn, markaðinn, samkeppnisaðila og komandi/verðandi viðskiptavini. Útfrá því búum við til heilstæða, stefnukennda og fallega skapandi lausn.

Við snertum allt sem kemur við hönnun eins og viðskiptaspjaldið, vefhönnun, vörumerki eða auglýsingar. Við vinnum til að hámarka möguleika þína og styðjum við þig áfram þangað til þú hefur náð þínum markmiðum. Því það eru okkar markmið líka.


Vefir

Vefsíður er oftast fyrstu kynni á milli viðskiptavins og fyrirtækis. Því er eins gott að fyrirtækið nær að heilla viðskiptavininn uppúr skónum við fyrstu kynni. Þetta er það sem við sérhæfum okkur í og stefnum alltaf að gera flottustu vefsíðuna á markaðnum.

Leikir

Leikir með hönnun er ansi mikilvægt. Það eru fáir sem nenna að spila leiki sem eru illa skipulagðir, með lélega graffík og lætur símana crash-a. Þetta er hluti af okkar ferli að koma í veg fyrir svoleiðis slys.

Auglýsingar

Til að vekja athyggli á þínu fyrirtæki þurfa margir hlutir að ganga upp. Hönnun á auglýsingunni er stærsti parturinn af því. Flest öll fyrirtæki auglýsa en hvernig auglýsingin er skiptir máli, hvort fyrirtækið sé að ná tengingu við sinn markhóp.

Vörumerki

Vörumerkið er eitthvað sem er alls staðar þegar kemur að fyrirtækinu út á markaðnum. Það er því eins gott að merkið sé þá grípandi, skapandi, lýsandi og frumlegt.

Hugmyndir

Að vera með hugmynd er eitt, en að koma henni á blað og jafnvel reyna selja hana er annað. Best er að hugmyndin líti sem best út og við getum komið henni á blað eða tölvu með myndrænu formi eða texta.

Wireframe eða blueprints

Að búa til myndrænt dæmi hvernig kerfi virkar er ekki fyrir alla, en það er svo sannarlega fyrir okkur. Við getum teiknað hugmynd að kerfi sem leiðir notendur í gegnum kerfið, hvernig það virkar, hvar takkar eiga vera og hvaða virkni er í boði o.s.fr.